143. löggjafarþing — 115. fundur,  15. maí 2014.

frestun verkfallsaðgerða Félags íslenskra atvinnuflugmanna gegn Icelandair.

600. mál
[12:38]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ítreka það sem ég sagði hér áðan að við verðum að meta hvert tilvik fyrir sig. Það er staðreynd, eins og kom mjög skýrt fram á fundi nefndarinnar, að dæmin eru ólík. Samningaviðræður, forsendur þeirra og rök eru mismunandi og þess vegna er mjög mikilvægt fyrir löggjafann að meta hvert mál sjálfstætt.

Þess vegna segi ég og ítreka að það að við séum að setja lög hér í dag á þetta verkfall þýðir ekki að fordæmi sé fyrir því að gengið verði inn í aðrar kjaraviðræður. Við skulum bara vona, við sem sitjum á Alþingi, að (Forseti hringir.) aðilar nái að leysa öll þau deilumál sem eru í farvatninu.