143. löggjafarþing — 116. fundur,  15. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[15:12]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Brynhildi Pétursdóttur fyrir ræðuna.

Það er alveg á hreinu að við erum ekki sammála um þessa aðgerð en mér finnst hún nauðsynleg til að koma til móts við heimilin og nýta þá 80 milljarða sem koma frá fjármálastofnunum í gegnum sérstakan bankaskatt og nýta hann til þess að heimilin fái til baka að hluta þann eignarhluta sem sogaðist yfir til fjármálastofnana. Finnst hv. þingmanni ekki sanngjarnt að það sé tekið frá fjármálastofnunum það sem sogast hefur yfir til þeirra í kjölfar hrunsins og það sem gerst hefur hér, að það fari aftur yfir til heimilanna?