143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

útlendingar.

249. mál
[15:48]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Hér greiðum við atkvæði um breytingartillögu minni hlutans um það að málsmeðferð skuli að jafnaði vera munnleg í málefnum sem þessum. Þessi tillaga er fram komin vegna eindreginna óska þeirra sem best þekkja til í þessum geira. Það er ástæðan fyrir því að þessi tillaga kemur hér fram. Ég segi já.