143. löggjafarþing — 123. fundur,  18. júní 2014.

dagskrá fundarins.

[15:11]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég verð að viðurkenna að mér finnst þessar athugasemdir stjórnarandstöðunnar ósanngjarnar. Ríkisstjórnin stóð frammi fyrir því að annaðhvort yrði þing kallað saman til að setja lög á boðað verkfall eða þá að sett yrðu bráðabirgðalög. Hæstv. innanríkisráðherra sagði í ræðu við síðustu lagasetningu þegar sett voru lög á verkfall að betri bragur væri á því að kalla saman þing, en þing yrði þá eingöngu kallað saman til að fjalla um þetta eina tiltekna mál.

Ég verð að segja að ef stjórnarandstaðan (Gripið fram í: Menn verða allir að nýta …) ætlast til að hér verði rædd öll heimsins mál er það afar ósanngjörn krafa stjórnarandstöðunnar. (BirgJ: Ræður þingið ekki dagskránni?)