143. löggjafarþing — 123. fundur,  18. júní 2014.

frestun verkfallsaðgerða Flugvirkjafélags Íslands gegn Icelandair.

616. mál
[17:24]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ekkert fyrirtæki er eyland. Fyrirtæki eru til vegna þess að þau stunda framleiðslu og selja framleiðsluvöru sína eða veita þjónustu og selja þjónustu. Verkfall sem lamar fyrirtæki skaðar náttúrlega viðskiptaaðilana hjá því fyrirtæki, ekkert fyrirtæki er eyland að þessu leyti.

Ég heyrði ekki betur áðan, þegar hv. þingmaður vísar nú til réttlátrar verkfallsbaráttu, en að hann legði blessun sína yfir það að samið hefði verið við lægst launaða fólkið um 2,8% hækkun. Það var allt gegn verðbólgunni. Það hefur þá væntanlega verið mjög ranglátt og vitlaust af hálfu þessa fólks að efna til verkfallsátaka, ekki satt? Þar hefði hv. þingmaður verið í mjög góðum samhljómi við forstjóra Icelandair.