144. löggjafarþing — 4. fundur,  12. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[11:05]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Aðeins áfram að þessum sveitarfélögum og skipulaginu þar. Ég veit til dæmis að á Þingvöllum — ég hef setið í því skrýtna fyrirbæri Þingvallanefnd þar sem við þingmenn erum að hlutast til um mál. Ég mundi halda að sveitarfélagið (Gripið fram í.) ætti að vera með þau mál á sinni könnu. Þar erum við oft að pikkast í því hvernig núverandi deiliskipulag er af því að við viljum hafa Þingvelli einhvern veginn öðruvísi en kannski síðasta þing. Þetta hleypur svona á milli. Þá bendum við, eða núna ráðherra, á sveitarfélagið en krafan kemur í rauninni frá okkur um að vera með einhverjar breytingar. Þetta er bara eitt dæmi.

Ef þessi ferðamannapassi er í rauninni tilbúinn hvet ég ráðherra til að koma með hann hingað. Allir voru sammála um að við þyrftum að afgreiða þetta fljótt og vel, auðvitað með umræðu, en það hefði enginn litið svo á að ráðherra væri að keyra í gegn fyrir þinglok einhvern náttúrupassa sem færi öfugt ofan í fólk. Við þurfum að fá að byrja að tala um þetta og þá komumst við eitthvað áfram. Ég hvet hana áfram í því.

Ég mun kannski í næstu ræðu ræða meira um orkumál og stóriðjustefnu, en læt þetta duga í bili.