144. löggjafarþing — 4. fundur,  12. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[18:09]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég þakka svörin og er bjartsýnni á framhaldið og mun halda hæstv. ráðherra við efnið, ég sé að við eigum margt sameiginlegt þarna.

Mig langar að spyrja aðeins hérna í lokin af því að hæstv. ráðherra kom inn á lífræna ræktun, sem er alveg ótrúlega lítið hlutfall af landbúnaði á Íslandi. Það er rétt að þetta hefur mikið að gera með notkun á áburði og gott ef reynt er að vinna að einhverri lausn þar, á lífrænum áburði sem gagnast hér. Mér finnst vanta kannski einhverja framtíðarsýn og stefnu, og spyr hvort verið sé að vinna að henni eða hvort hún sé til. Ég man ekki hlutfallið, hvort það er bara ekki um 1–2% á Íslandi af heildarlandbúnaðarframleiðslunni, þ.e. lífræna ræktunin er svo gríðarlega lítið hlutfall og fær lítið af styrkjum og henni er sýndur lítill áhugi. Þetta er ört stækkandi markaður og víða í Evrópu er þetta kannski um 10% markaðarins.