144. löggjafarþing — 6. fundur,  16. sept. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[21:50]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skal orða svar mitt með þeim einfalda hætti að ég tel að það sé markmið allra lagasetninga að bæta lífskjör lands og þjóðar. Ég tel að þetta frumvarp geri það með tvennum hætti. Það eykur væntanlega ráðstöfunartekjur og leiðir vonandi til lækkunar á verðlagi á ákveðnum hlutum og geri það svona þolanlegra. Ég leyfi mér að segja að heimilistæki þau sem hér eru talin upp munu lækka. Vissulega kann að vera að matvæli að öðru óbreyttu kunni að hækka.

Ég ætla líka að minna hv. þingmann á það að til er svolítið sem heitir samkeppni sem ég tel að skorti dálítið á í þessu samfélagi og við skyldum einbeita okkur að. Það er samkeppni sem kann líka að færa okkur bætt lífskjör.