144. löggjafarþing — 11. fundur,  23. sept. 2014.

bráðaaðgerðir í byggðamálum.

19. mál
[18:03]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Við þessu er stutt svar: Slæm og þetta stuðlar að einsleitni. Það er mjög stutt svar.

Hv. þingmaður kom inn á það þegar störf eru lögð niður á landsbyggðinni. Atvinnumálaráðherra talaði í gær um það þegar 40 störf voru lögð niður á Höfn og þau öll flutt suður. Það sagði enginn fjölmiðill neitt um það.

Ég held þetta snúi að ákveðnu réttlæti. Mér finnst það skipta máli í þessu öllu saman. Þetta snýst um réttlæti. Þetta snýst ekki um að allar þessar dreifðu byggðir eigi að fá framhaldsskóla sem einhverja sporslu eða ríkisstofnun sem einhverja sporslu. Einn þingmanna sagði áðan, ég held að það hafi verið hv. þm. Ólína Þorvarðardóttir: Þetta snýst um að byggðirnar fái rétt þess til að hjálpa sér sjálfar, bjarga sér sjálfar. Það á að nýta þær auðlindir sem þær sannarlega búa yfir.