144. löggjafarþing — 12. fundur,  24. sept. 2014.

útreikningur nýrra neysluviðmiða fyrir íslensk heimili.

18. mál
[17:48]
Horfa

Flm. (Elsa Lára Arnardóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Innilegar þakkir aftur, hv. þingmaður, fyrir andsvarið.

Mér finnst mjög nauðsynlegt að reiknilíkönin séu opinber þannig að hægt sé að fylgjast með því hvaða þættir eru inni í viðmiðunum og hvernig farið er að því að reikna það út.

Varðandi það að lögfesta viðmiðin um lágmarkslaun og fleira tel ég að það þurfi að skoða í beinu framhaldi af þessari þingsályktunartillögu og þeirri vinnu sem fram fer.