144. löggjafarþing — 16. fundur,  8. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[19:16]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er rétt, sem fram hefur komið í ræðum, að mikið forvarnastarf hefur verið unnið í grunnskólum landsins og auk þess hjá foreldrasamtökum í skólastarfi. Þar hefur verið unnið mjög gott starf til fjölda ára og mælingar sýna að árangur hefur náðst.

Mig langar að athuga hvort hv. þm. Ögmundur Jónasson deili með mér áhyggjum er varða frumvarpið — við viljum veita börnum okkar vernd gagnvart óhollum efnum — hvort hann telji að auðvelt verði að tryggja það aldurstakmark sem er samkvæmt lögum og varðar það að börn megi ekki kaupa áfengi. Oft er starfsfólk verslana börn, hvaða skoðun hefur hann á þeim þætti, sem varðar afgreiðslu áfengis? Ég hef miklar áhyggjur af þessu.