144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[14:27]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Það er kannski vegna þess að það er þróun. Það er kannski einfalda svarið. Við erum að þróast og þroskast og við teljum að þessar leiðir virki. Við viljum líka reyna að tryggja aðgengi, að í þeim málum sé jafnræði, ekki satt? Á því reynum við að byggja. Ég held að ÁTVR hafi reynt að bregðast við því, að það sé jafnræði í því að nálgast vöruna en þó þannig að þeir fylgja því mjög stíft eftir að ungt fólk kaupi ekki áfengi sem það ekki má. Það er eitt af því sem ég held að verði mjög erfitt að eiga við ef áfengið fer út í verslanir. En ástæðan fyrir því að við förum ekki endilega aftur á bak er auðvitað sú að við höfum lært eitthvað.

Okkur getur vissulega greint á um hvort það þurfi að vera svona margar áfengisverslanir. Okkur getur líka greint á um (Forseti hringir.) það hvort að við eigum að geta labbað fram hjá búðinni í Smáralind án þess að börnin (Forseti hringir.) okkar átti sig á því að þarna sé brennivínsbúð. Ég held að það geti nefnilega verið raunin.