144. löggjafarþing — 22. fundur,  21. okt. 2014.

um fundarstjórn.

[17:36]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég tek undir orð hv. þingmanns sem hér talaði á undan mér. Stefna stjórnvalda í áfengis- og vímuvarnamálum liggur fyrir og verið er að vinna aðgerðaáætlun á grundvelli þeirrar stefnu í umboði hæstv. heilbrigðisráðherra. Úr hans þingflokki kemur síðan þetta mál og það er mjög óeðlilegt að hæstv. ráðherra sé ekki viðstaddur umræðuna og upplýsi hvort um stefnubreytingu hjá ríkisstjórninni sé að ræða eða hvort hann haldi sig við þá stefnu sem fyrir liggur, meðal annars á vef ráðuneytis hans; og hann er með vinnu í gangi.

Það er fullkomlega óeðlilegt að hann sé ekki tilbúinn til að koma hér og ræða við þá sem hafa áhyggjur af þessu máli.