144. löggjafarþing — 22. fundur,  21. okt. 2014.

um fundarstjórn.

[17:42]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Það er betra að vera hv. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður en hv. þingmaður Reykjavíkur suður, eins og ég hef heyrt hér af forsetastóli, en það bæjarfélag eða kjördæmi er ekki til. Óþarfi að skipta Reykjavík upp með þeim hætti.

Ég vil taka undir orð þeirra sem hér hafa talað og sérstaklega hv. þm. Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur rétt áðan; taka undir ósk um að þessu máli verði frestað og haldið áfram með dagskrána þar til hæstv. heilbrigðisráðherra sér sér fært að vera hér með okkur á þingfundi.

Það gleður mig að fyrsti flutningsmaður þessa frumvarps er nú kominn í salinn. Ég hafði gengið út frá því, eftir að hafa litast hér um bekki, að þeir væru allir runnir af hólmi. En einn stendur hann eftir og það má kannski ræða við hann á eftir. En það er heilbrigðisráðherra sem við viljum hlýða á.