144. löggjafarþing — 24. fundur,  23. okt. 2014.

kostnaður vegna gjaldþrotaskipta.

[11:02]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég skil það svo að hæstv. ráðherrann deili þessum áhyggjum að einhverju leyti með mér. Mér sýnist af svörunum sem komu við því hverjir hefðu notið þessa úrræðis að fólk líti þannig á sjálft að það sé komið í öngstræti og vill þess vegna fara í gjaldþrot en á ekki þau 250 þúsund sem það kostar. Ég hélt að það væri einmitt það sem þessi löggjöf ætti að gera, hjálpa því fólki.

Mér finnst mikil forræðishyggja ríkjandi hjá umboðsmanni skuldara ef hann treystir sér til að segja við 59% þeirra sem sækja um: Þið hafið ekkert hingað að gera í þetta úrræði. Mér finnst það mjög alvarlegt.

Það er bráðabirgðaákvæði í þessum lögum um að þau eigi að (Forseti hringir.) endurskoða fyrir árslok 2014. Ég spyr ráðherrann hvort hún sé með það í undirbúningi.