144. löggjafarþing — 27. fundur,  4. nóv. 2014.

raforkulög.

305. mál
[15:02]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hef svo sem ekkert við síðara andsvar hv. þingmanns að athuga. Ég vildi bara gera það sem ég sagðist ætla að gera, nú er ég með frumvarpið fyrir framan mig og varðandi kerfisáætlun og hvað í henni skuli vera segir í 2. gr., með leyfi forseta:

„Við gerð kerfisáætlunar skal byggja á raunhæfum sviðsmyndum um þróun raforkuframleiðslu, raforkunotkunar, markaðsþróunar og raforkuflutnings til annarra landa eftir því sem við á.“

Síðan segir, herra forseti:

„Í kerfisáætlun skal gera grein fyrir forsendum, sviðsmyndum og spám sem stuðst er við.“

Það á við um þau atriði sem hv. þingmaður spurði um.