144. löggjafarþing — 32. fundur,  13. nóv. 2014.

leiðrétting til fólks á leigumarkaði.

[10:58]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég ítreka það sem ég sagði í svari mínu. Það hefur komið skýrt fram að við erum að huga að aðgerðum sem snúa að leigjendum, það kom fram í máli bæði forseta og fjármálaráðherra og enn á ný í máli félags- og húsnæðismálaráðherra.

Ég hef lagt áherslu á að eiga gott samráð við sem flesta sem snúa að þessum tillögum. Við erum að vinna lagafrumvörp og vonumst til að koma með þau sem fyrst inn í þingið og að sjálfsögðu að þau fái stuðning frá öllum, en ekki eins og var með skuldaleiðréttinguna.