144. löggjafarþing — 35. fundur,  19. nóv. 2014.

hagnýting internetsins og réttindavernd netnotenda.

16. mál
[15:39]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um þingsályktunartillögu um hagnýtingu internetsins og réttindavernd netnotenda, að skipaður verði starfshópur sem skoðar hvað best hefur reynst í heiminum og reynir að heimfæra það upp á íslenskan veruleika. Starfshópurinn verður undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og vinnur þar undir iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Ég vil fyrst þakka kærlega hæstv. ráðherra Ragnheiði Elínu Árnadóttur fyrir að fagna málinu og hafa frumkvæði að því að skipa starfshóp í sínu ráðuneyti og byrja að velta þessum bolta áfram; þá samstarfsfólki mínu í starfshópi sem ráðherra bað mig um að leiða; atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og starfsfólki þess sem tók verkefninu fagnandi og vann það mjög vel; þremur þingmönnum úr öllum flokkum hér á Alþingi sem eru meðflutningsmenn á málinu og hv. formanni atvinnuveganefndar, Jóni Gunnarssyni, sem hreyfði málið og vann það mjög vel í atvinnuveganefnd. Ég þakka einnig öðrum meðlimum nefndarinnar sem studdu nefndarálit um framgöngu þessa máls og öllum þingmönnum (Forseti hringir.) sem vonandi munu greiða atkvæði með þessu.