144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

afgreiðsla rammaáætlunar úr atvinnuveganefnd.

[12:14]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti hefur eingöngu áréttað að hann vill fá að undirbúa sig undir slíkan fund þannig að eitthvað komi út úr honum og sýna með þeim hætti vönduð vinnubrögð. Forseti vill þess vegna ekki vera að tímasetja nákvæmlega hvenær slíkur fundur getur verið haldinn. Hann getur verið haldinn síðar í dag ef hægt verður að koma því við, t.d. á meðan á þingfundartíma stendur, en forseti leggur mikla áherslu á að við komumst í það að ljúka hér atkvæðagreiðslu um fjáraukalögin annars vegar og hins vegar hefja þá umræðu sem hv. þingflokksformenn hvöttu til að færi fram varðandi EFTA-niðurstöðuna.