144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

afgreiðsla rammaáætlunar úr atvinnuveganefnd.

[12:15]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Hæstv. forseti. Mér datt ekki í hug annað en til stæði að hafa þennan fund sem allra fyrst af því að ég finn líka mikla ólgu hér innan húss. Fólki líður illa. Fólki líður ekki bara eins og eitthvert léttvægt mál hafi verið svikið því að hér er um að ræða margra ára vinnu og miklar fórnir. Ef setja á þetta mál í uppnám af því að formaður einhverrar nefndar ákveður að gera svo drastískar breytingar þá verður forseti að taka á því strax, það er bara þannig.

Ég skil að forseti þurfi einhvern smátíma til að undirbúa sig en það á ekki að þurfa að vera þannig að við bíðum hér þangað til á morgun. Það verður ekki hægt að sinna eðlilegum þingstörfum í svona andrúmslofti. Það hlýtur forseti að skilja.