144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

fjáraukalög 2014.

367. mál
[13:54]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Mig langar að gera athugasemdir við vinnubrögðin hvað varðar þessa tvo liði. Þetta eru mál sem voru ekkert rædd í nefndinni og við heyrðum í fyrsta skipti af þeim í breytingartillögum meiri hlutans þegar þær voru lesnar upp. Mér finnast það ekki góð vinnubrögð og hefði verið mjög gott að fá rökstuðning fyrir þessu. Eins og fram hefur komið eru þetta í báðum tilfellum skólar sem glíma við fjárhagsvanda. Það þarf að taka á því, sérstaklega varðandi landbúnaðarháskólann, og móta einhverja framtíðarsýn og tryggja starfsemi skólans. Mér finnast svona smáskammtalækningar í fjáraukalögum ekki vera góð vinnubrögð.