144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

fjáraukalög 2014.

367. mál
[14:33]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég fór vel yfir það þegar frumvarpið var til umræðu að það væri afar óþægilegt fyrir þingmenn að greiða atkvæði með þessu máli og hleypa því í gegnum þingið, raunverulega verið að stilla þingmönnum upp við vegg, því Alþingi hafði þegar ráðstafað þessum fjármunum í rannsóknarnefndirnar án heimilda. Því eru þingmenn hér að greiða atkvæði, fjárveitingavaldið sjálft, um löngu orðinn hlut. Ég er talsmaður bættrar og betri lagasetningar. Þetta er ekki hluti af því, virðulegi forseti, enda tók ég það skýrt fram í nefndaráliti að þessi vinnubrögð eru ekki til fyrirmyndar. En þetta stöndum við nú með í höndunum í dag og verðum að samþykkja þó fjárveitingin sé löngu útgreidd, því miður. (Gripið fram í: … hneyksluð.)