144. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[22:30]
Horfa

Karl Garðarsson (F) (andsvar):

Jú, ég vil svo sannarlega að við veitum heilbrigðisstéttum sérmeðferð og sérstaklega læknum, og forsætisráðherra hefur m.a. minnst á hvort ekki sé rétt að hafa eins konar þjóðarsátt um að þessir aðilar fái meiri launahækkanir en aðrir. Ég er sammála því. Því miður hafa aðrir aðilar í þjóðfélaginu ekki tekið undir að þetta sé ráðlegt, þannig að þar stendur málið. En það hver launahækkunin er, sem ég minntist á í byrjun, er svolítið lykilatriði. Það er auðvitað mjög auðvelt að koma hér upp og segja: Við verðum að ganga til samninga núna. En um hvað eigum við að ganga til samninga? Eigum við að ganga til samninga um 30% launahækkun eða 10%? Við erum algjörlega sammála um að 3% er ekki nóg fyrir lækna, en hvar liggja mörkin?