144. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[22:48]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er mikilvægt að við stillum hér saman strengi varðandi framvindu fundarins, ekki síst vegna þess að hér hefur farið fram afar góð og uppbyggileg umræða. Ég veit ekki betur en að við séum rétt að ljúka fyrstu umferð fjárlaganefndarmanna með andsvörum. Þetta er fyrsti dagur 2. umr. fjárlaga og líður að miðnætti og ég bið hæstv. forseta að huga að því að það er gert ráð fyrir nefndarfundum í fyrramálið allt frá kl. 8.30, ekki bara í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur í fleiri nefndum, (Gripið fram í: Í atvinnuveganefnd.) t.d. í atvinnuveganefnd. Menn þurfa að búa sig undir fundi og svo skilst mér að það sé ríkisráðsfundur á morgun og væntanlega þurfa einhverjir að vera þar þannig að ég bið virðulegan forseta að svara skýrar en hann hefur gert varðandi áformin hér. Það eru allnokkrir enn á mælendaskrá. Hvers megum við vænta?