144. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[16:26]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Bjarkey Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það má segja að ákveðinn agi hafi náðst í ríkisfjármálunum, en það má líka segja: Voru ekki fjárlög þess árs svolítið stillt af með arðgreiðslum og tilfærslum úr Seðlabankanum o.fl.? Það er alla vega hægt að hafa einhverjar skoðanir á því.

Auðvitað erum við sammála um að ábyrg ríkisfjármál felist meðal annars í því að greiða niður skuldir en það er ekki verið að gera það. Hér er verið að skila örlitlum afgangi. Menn hafa neitað sér um að sækja tekjur þar sem þær eru til staðar til að nýta þær, eins og ég sagði í ræðu minni, ýmist í velferðarkerfið, menntakerfið eða greiða niður skuldir. Það væri hægt að gera ýmislegt við þær.

Svo deilum við ekki sömu skoðun á meðferð 80 milljarðanna eða 100 sem fara í skuldaniðurgreiðsluna sem ríkisstjórnarflokkarnir voru meðal annars kosnir út á. Milljarðarnir hefðu verið kjörnir í (Forseti hringir.) að greiða niður skuldir. Það er forgangsmál.