144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[15:38]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við göngum nú til atkvæðagreiðslu eftir framhald 2. umr. við fjárlög 2015. Ég vil í byrjun þakka fyrir gott samstarf við nefndarmenn í hv. fjárlaganefnd, auk þess að skila hér þökkum til starfsmanna nefndarinnar. Ég vil jafnframt koma á framfæri þökkum fyrir góða samvinnu við fjármálaráðuneytið og hæstv. fjármálaráðherra þegar á þurfti að halda frekari upplýsingum inn í vinnu nefndarinnar. Ég vona að þessi atkvæðagreiðsla gangi hratt og vel fyrir sig, það eru nokkuð margar breytingartillögur og það er með miklu stolti sem ég lýsi því yfir að þær eru allar til bóta fyrir íslenskt samfélag og stafa fyrst og fremst af því að betur árar í okkar góða samfélagi eftir að þessi ríkisstjórn tók við völdum.

Ég þakka á ný fyrir vinnuna og geri svo frekari grein fyrir atkvæði mínu þegar það á við.