144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[16:13]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Minni hlutinn leggur til hækkanir á veiðigjöldum upp á 2,7 milljarða kr. Það eru ekki meira en 700–900 millj. kr. sem ríkisstjórnin sjálf og þingið lagði upp með í vor. Þá voru tekjurnar áætlaðar eitthvað um 8,5–9 milljarðar, held ég, en lækka þá núna um tæpa 2 milljarða á nokkrum mánuðum. Ég velti fyrir mér hvers vegna það er gert.

Við í Bjartri framtíð höfum lagt áherslu á að frumskilyrði fyrir sanngjörnum veiðigjöldum sé að þau séu lögð á út frá upplýsingum frá útgerðunum nær í tíma en núna er gert. Það er óskiljanlegt að stjórnvöld hysji ekki upp um sig brækurnar og græi það í hvelli svo við getum hætt að rífast um þetta mál.