144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[18:17]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á að taka undir það sem aðrir þingmenn hafa sagt hér, sérstaklega hv. formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Ég tel þetta fráleitt ferli, mér finnst algjörlega út í hött að ætlast til þess af pólitískt kosnum alþingismönnum að þeir ákveði hvað sé heiðurslist og hvað sé ekki heiðurslist. Það á að sjálfsögðu að vera í einhverju faglegu ferli ef þetta á að vera til staðar yfir höfuð. En hér er fækkað um eitt nafn frá því í fyrra þar sem einn einstaklingur sem var á listanum er ekki með okkur lengur. Því greiði ég atkvæði með þessu en þó með þeim fyrirvara að það verði að endurskoða þetta fáránlega ferli.