144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:26]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Mér finnst þetta góð tillaga. Það sem hins vegar vantar er áætlunin. Við vitum ekki hvert framhaldið er, við höfum ekkert kostnaðarmat á heildarsýnina. Hvað er fyrirhugað að leggja í þetta? Ég hefði náttúrlega viljað gera þetta í fyrra og fá tillöguna þá inn, vegna þess að við búum við það í dag að allt of margar sveitarstjórnir hafa lagt út í kostnað sjálfar við að leggja ljósleiðara. Við hvaða borð sitja þær ef einhver tiltekin önnur sveitarfélög fá nú þetta úr ríkissjóði? Þetta er líka ákveðið áhyggjuefni en það breytir því ekki að þetta er fyrsta skref. Ég mundi gjarnan vilja fara að sjá áætlunina sem þetta byggir á og hvað ríkisstjórnin hyggst setja í þetta mikla fjármuni á komandi árum.