144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:38]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Allar þær gjaldskrárbreytingar sem tóku gildi 1. janúar 2014 miða að því að svara hagræðingarkröfu fjárlaga og lækka ríkisútgjöld. Þetta eru samtals 541 millj. kr. frá 1. janúar 2014 og svo bættist við um mitt ár. Samtals hafa gjaldskrár því hækkað um 611 millj. kr. á árinu 2014 og enn á að bæta í á árinu 2015. Því miður erum við langt frá því marki að allir hafi aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og það er sorglegt.

Hér stóð hv. þm. Unnur Brá Konráðsdóttir og hneykslaðist á því að samfylkingarmenn vildu sjá áætlunina í fjarskiptum áður en þeir greiddu því atkvæði en, guð minn góður, hvað segja hv. þingmenn sjálfstæðis- og framsóknarmanna um að hækka álögur á sjúklinga með þessum hætti?