144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[20:21]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Hérna er verið að setja aukafjárframlög til heilsugæslustöðva almennt um 20 milljónir og 180 til heilbrigðisstofnana. Það sem heilbrigðisstofnanir vantar umfram þetta eru 1.800 milljónir, þetta er sem sagt 10% af þeirri fjárþörf sem forstöðumenn heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni segja að sé nauðsynlegt að mæta. Þetta er forgangsröðunin sem er klárlega ekki í þágu þess sem forsvarsmenn heilbrigðisstofnananna telja nauðsynlegt. Ef þeir fara svona langt frá marki, eru þetta þá einstaklingar sem eiga að stýra heilbrigðiskerfinu? Ég minni á að sumir þeirra hafa verið skipaðir af heilbrigðisráðherra í þessari ríkisstjórn.