144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[20:40]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Gert er ráð fyrir því að setja 5.700 milljónir í Íbúðalánasjóð á næsta ári. Framlögin sem hafa farið í hann samsvara nýjum Landspítala. Samkvæmt fimm ára rekstraráætlun sjóðsins er gert ráð fyrir að rekstrartapið verði 15 milljarðar. 3 milljarða rekstrartap á ári, rekstrarkostnaðurinn er 3 milljarðar á ári. Lánveitingar eru hverfandi og voru 246 fyrstu sex mánuði ársins 2014 miðað við um 468 á sama tímabili 2013. Við erum að takast hér á um alls konar hluti og alls konar upphæðir, jafnvel 10, 20, 30, 40, 50 milljónir. Hérna eru milljarðarnir, okkur ber að taka á þessu máli sem allra fyrst. (Gripið fram í.) Síðasta ríkisstjórn gerði það ekki en það er ekki afsökun, virðulegi forseti, (Forseti hringir.) þetta er forgangsmál.