144. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[12:28]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég minnist þess ekki að hafa í andsvari mínu fallist á að hækka þetta akkúrat upp í 14%. Reynslan af þessari breytingu mun væntanlega gefa okkur ákveðna sýn á það hvernig þetta virkar. Það getur vel verið að menn fari þá upp í 17% eða eitthvað sem er skynsamlegt, lækki þá efra þrepið samsvarandi og þessi bæði þrep mætist einhvern tímann. Það er langbesta kerfið, þá verður mjög lítill hvati af því að flytja vörur á milli vöruflokka til að svindla á kerfinu eins og er mjög auðvelt að gera í dag. Það er mjög auðvelt vegna þess hvað munurinn er mikill og það er mikill hvati til þess af því að munurinn er svo mikill.

Þetta verður reynslan að sýna okkur og svo þarf að fara fram umræða um það hvort menn vilji yfirleitt gera þær breytingar og fara í gegnum það. Ég er ekki að lofa einu eða neinu.