144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[12:09]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Við erum á sömu línu í Bjartri framtíð, leggjumst ekki gegn því að 12 verði 11. Það er þó skárra, en þetta auðvitað leiðir hugann að því hversu óljós áform ríkisstjórnarinnar eru í þessu. Það er gefið í skyn, jafnvel í þingplöggum, að það verði farið upp í 14 á næsta ári. Það væri mjög við hæfi að heyra hver áformin eru í því. Í öllu falli leggjumst við síðan gegn því í atkvæðagreiðslunni hér á eftir að hin endanlega skattprósenta á neðra þrepi virðisaukaskatts verði 11% eða alla vega 11% á næsta ári, hvort sem það verður 14 á þarnæsta. Við viljum að hún verði 7 áfram og að við förum í miklu víðtækara samráð um það hvernig við viljum síðan hafa þetta virðisaukaskattskerfi og hvaða mótvægisaðgerða við viljum grípa til ef við viljum til dæmis fara upp í eitt þrep á virðisaukaskatti eða eitthvað svoleiðis. Þangað liggur miklu lengri vegur og þarf að vera miklu (Forseti hringir.) víðtækara samráð og allt skattkerfið er undir. Við sitjum hjá í þessu og erum á móti hinu.