144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[12:42]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Margt er búið að vera gaman í dag og margt er til fagnaðar. Það einfaldar skattkerfið, vörugjöldin og allt það og allt til gleði. En hér kemur toppurinn. Það er verið að fella niður vörugjöld. Frá því að ég kom inn á þing og löngu áður hafði mig dreymt um að grisja þennan skóg og alltaf þegar ég nefndi það var mér sagt að þetta væri svo flókið, það væri ekki hægt að breyta því. Hér er það gert með einu pennastriki, allt saman í einu. Þetta er virkilega til hamingju. Hv. þingmenn, til hamingju og til hamingju, almenningur úti í þjóðfélaginu. Til hamingju, þjóð, með að losna við þessi ósköp því að þetta hafa verið ósköp í skattlagningu alla tíð. Þegar menn sjá hvað mun lækka og hvert skatturinn fer verða menn hissa. Þetta er eiginlega úti um allt.