144. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2015.

breytingartillaga atvinnuveganefndar við rammaáætlun.

[10:58]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég þakka fyrir að það verði boðaðir fundir í forsætisnefnd og hjá þingflokksformönnum en það er alveg ljóst að það er ekki nægilega langur tími að ætla til þess hálftíma. Það sem mig langar til að undirstrika og ítreka er að það er fullkomlega óboðlegt og þarf að taka á því strax að hér séu lagðar fram hugmyndir til umfjöllunar um breytingar á rammaáætlun sem er ólöglegt verkferli, hvort sem lýtur að landslögum eða þingsköpum. Mér finnst mjög alvarlegt mál að við séum komin á þann stað á löggjafarsamkundunni (Forseti hringir.) að forseti bregðist ekki umsvifalaust við slíku verklagi á Alþingi.