144. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2015.

úrskurður forseta.

[15:04]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Þetta er kannski lítilvægt inn í þessa umræðu, en hér hafa þingmenn ítrekað sagt að við umræðu þingsályktunartillögu til síðari umr. hafi menn bara fimm mínútur eða 30 mínútur. Þeim til upplýsingar er síðari umr. þingsályktunartillögu á sama hátt og 2. umr. um frumvörp, hún getur staðið endalaust. (Gripið fram í.) Það eru 20 mínútur, virðulegur forseti, það eru 10 mínútur og það eru fimm mínútur endalaust. (Gripið fram í: Viljum við það?) Endalaust. (Gripið fram í: Viljum við það?) Nei, en hafa skal það sem sannara reynist, hv. þm. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. (Gripið fram í.) (BjG: Tökum þetta þá bara frá tólf til sjö, er það ekki?)