144. löggjafarþing — 60. fundur,  2. feb. 2015.

tvö frumvörp um jafna meðferð.

[15:22]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Ég þakka fyrir. Í fjárlögum fyrir árið 2015 var einmitt bætt við fjárveitingu til Jafnréttisstofu, m.a. til að huga að þeim nýju verkefnum sem ætlunin er að fela henni. Það er hins vegar þannig að samkvæmt verkaskiptingu á milli ráðherra í Stjórnarráðinu þá fer innanríkisráðherra með mannréttindamál. Það er alveg skýrt að það er ekki verkefni félags- og húsnæðismálaráðherra að setja á stofn sérstaka mannréttindastofnun. Við höfum hins vegar verið með mál hjá okkur sem snýr að banni við mismunun á grundvelli ákveðinna þátta og höfum horft til fyrirmynda í öðrum Evrópuríkjum.

Ég vil benda á að næsta frumvarp, sem mun koma frá mér og snýr að jafnréttismálum, er bann við mismunun á grundvelli kyns við vörukaup. Það er frumvarp sem þingið ákvað að afgreiða ekki en ég held að núna sé komin niðurstaða frá ESA um að okkur sé ætlað að innleiða það. Það frumvarp er nú (Forseti hringir.) í formlegu ferli og því ætti að verða dreift fljótlega.