144. löggjafarþing — 64. fundur,  5. feb. 2015.

aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks.

454. mál
[15:35]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Þá sný ég mér að hinum þættinum í frumvarpinu, um breytingar á lögum um aðbúnað á vinnustöðum, þar sem er talað um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum og vil þá kannski spyrja um eftirlitið með því. Nú hefur það komið svolítið fram á síðustu mánuðum að sér í lagi ungt fólk tilkynnir um kynferðislega áreitni og einelti á vinnustað og þegar það fer að leita réttar síns, t.d. til verkalýðsfélaga og annarra þá bitnar það kannski enn frekar á því á vinnustaðnum og ekki tekið á málum. Það væri gott ef ráðherrann gæti glöggvað mig aðeins á því hversu strangt eftirlitið verður með því þegar tilkynnt er um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi á vinnustöðum.