144. löggjafarþing — 69. fundur,  24. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[18:08]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er alveg sammála og tek því alltaf fagnandi þegar menn, nefndir eða hópur manna vill vinna saman. Ég er samvinnumaður og tel að það leiði yfirleitt til skynsamlegustu niðurstöðunnar. Það er alveg rétt að menn þurfa að passa það mjög að ekki sé tvíverknaður milli nefnda. Þess vegna mörkuðum við umsögn okkar við þau atriði sem snúa að nefndinni, þ.e. umhverfismálin og skipulagsmálin sem heyra beint undir nefndina.

Ég tel að sú eðlisbreyting, að setja þetta í einhvers konar form samgönguáætlunar, sé töluverð breyting. Því miður er meiri hluti atvinnuveganefndar á annarri skoðun. Ég virði það en tel þó (Forseti hringir.) og vona að nefndin skoði það á milli 2. og 3. umr.