144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

kvöldfundur.

[14:59]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Eins og aðrir þingmenn hér lýsi ég vonbrigðum mínum með að ekki tókst betur til á sáttafundi forseta með þingflokksformönnum en raun ber vitni, að það eigi eiginlega að efna til meiri ófriðar en var áður en fundirnir hófust. Mér finnst ólíkt hæstv. forseta þingsins að ná ekki viðunandi niðurstöðu í þetta mál sem hlýtur að vera sú að fólk setjist niður í rólegheitum og vinni þá vinnu sem mér skilst að hafi átt að vinna undanfarinn sólarhring en var ekki gert út af einhverjum þrákelknishætti í einstaka þingmönnum. Ég lýsi vonbrigðum mínum með þetta, virðulegi forseti.