144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[18:51]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég vildi sannarlega að hv. þm. Lilja Rafney Magnúsdóttir hefði rétt fyrir sér í því að fjarvera formanns atvinnuveganefndar, hv. þm. Jóns Gunnarssonar, og framsögumanns málsins, hv. þm. Þorsteins Sæmundssonar, sé vegna þess að þeir sitji einhvers staðar og séu að finna leið til að bjarga þessu máli. En ég verð að segja að ég held að það sé því miður ekki svo. Ég held að hv. þm. Lilja Rafney Magnúsdóttir sé í bjartsýniskasti, ef ég má orða það svo.

Ég ætla eins og aðrir þingmenn að fagna því að hæstv. umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að sýna okkur þá virðingu að líta hér við og hlusta á formann Samfylkingarinnar. Kannski einhver gæti hliðrað til þannig að hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon gæti sagt eitthvað við hana líka.