144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[14:50]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er enn að reyna að átta mig á skilningi hæstv. ráðherra á ályktunum þingsins, samþykktum ályktunum þingsins. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra beint út um annað utanríkismál ótengt þessu, utanríkisstefnu sem hefur verið samþykkt með þingsályktun, og er ég að vitna til þeirrar ályktunar sem var samþykkt á síðasta þingi um að viðurkenna fullveldi Palestínu. Nú var sú ályktun samþykkt með miklum meiri hluta. Setjum sem svo að hér kæmi meiri hluti í þingið og ríkisstjórn sem byggði á meiri hluta í þinginu sem væri á móti þeirri ályktun. Telur hæstv. ráðherra að utanríkisráðherra í þeirri ríkisstjórn gæti afturkallað þá viðurkenningu án þess að leita til þingsins með það? Telur hæstv. ráðherra að sú ríkisstjórn gæti tekið einhliða ákvörðun um það án þess að leita til þingsins?