144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[15:16]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér sýnist á skýrslu hæstv. utanríkisráðherra og kannski sérstaklega af andsvörum hans áðan að tilgangurinn með því að senda bréfið hafi einmitt verið að sneiða fram hjá þinginu, fara fram hjá þinginu með niðurstöðu í mikilvægu og stóru máli.

Forseti las hér skýrslu og ræddi stöðu þingsins í gær. Ég vil spyrja forseta hvort hann muni ekki endurskoða niðurstöðu sína sem fram kom í þeirri skýrslu eftir orð hæstv. utanríkisráðherra í dag. Það er alveg ljóst í mínum huga, og ég bið forseta um að fara yfir ræðu og andsvör hæstv. ráðherra, að hér var verið að sniðganga þingið með markvissum og meðvituðum hætti.