144. löggjafarþing — 83. fundur,  23. mars 2015.

breytingar á lögum um Seðlabankann.

[15:04]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Nefnd hefur verið að störfum um nokkurt skeið við að undirbúa frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands. Ég hef ekki séð það frumvarp svoleiðis að ég ætla ekki að velta vöngum yfir því hvað kunni að standa í því. Hins vegar nefndi ég á sínum tíma í umræðu um þessi mál að það hefði vissa kosti og vissa galla að hafa einn seðlabankastjóra og vissa kosti og galla að hafa þá fleiri en einn.

En ég mun einfaldlega meta þetta eins og hv. þingmaður þegar þar að kemur.