144. löggjafarþing — 83. fundur,  23. mars 2015.

olíuleit á Drekasvæðinu.

[15:26]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Það er alveg ótrúlegt að rýna í þennan landsfund Samfylkingarinnar sem sannar bara að flokkurinn logar stafnanna á milli og er algjörlega í tætlum fyrst horfið er frá nokkurra mánaða atkvæðagreiðslu varðandi það að samþykkja lagafrumvarp til að stofna hér olíufélag.

Það er kannski rétt að ég ítreki að ég er afar ánægð með að ríkisstjórnin haldi áfram á sinni braut þrátt fyrir þetta upphlaup hjá Samfylkingunni. Maður er nú hættur að láta nokkurn hlut koma sér á óvart sem gerist þar inni eins og þessi mikla stefnubreyting. Hún er alveg í anda Vinstri grænna vegna þess að ríkisstjórnin sem hér var við völd einu sinni sprakk meðal annars á olíumálunum og það vita nú allir hvernig það fór.

Ég er ekki með beina spurningu í seinni umferð en fagna því að þetta sé með þessum hætti og því að þetta hafi engin áhrif á störf ríkisstjórnarinnar, enda þó það nú væri að einhver lítill flokkur ályktaði úti í bæ og það hefði áhrif á störf (Gripið fram í.) [Hlátur í þingsal.] ríkisstjórnarinnar.