144. löggjafarþing — 83. fundur,  23. mars 2015.

fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóðanna og fjárfestingar í íbúðarhúsnæði.

568. mál
[16:24]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S):

Virðulegi forseti. Þegar fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða koma hér inn get ég ekki stillt mig um að minna þingheim á að heilög skylda lífeyrissjóða er sú að sjá til þess að lífeyrir sé greiddur þegar eftirlaunaaldri er náð. Það er frumskylda lífeyrissjóðanna en eins og staðan er núna er verið að búa til, því miður, dálítið samþjappaða innlenda áhættu og verður með einhverjum hætti að sjá til þess að lífeyrissjóðirnir komist út úr þessu umhverfi. Lífeyrissjóðirnir eiga samkvæmt hagtölum Seðlabankans sennilega á bankareikningum 130–140 milljarða sem er of mikið á bankareikningum. Innlend fjárfesting sjóðanna er sennilega of mikil og þegar gjaldeyrishöftum verður aflétt verður að setja lífeyrissjóði í forgang.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni, virðulegi forseti.