144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[22:17]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Við erum ekki að ræða neitt smotterí hérna, bara að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Klukkan er að ganga 11 og þó nokkuð margir þingmenn hafa tekið hér til máls en ekki einn einasti sjálfstæðismaður og úr Framsóknarflokknum bara ráðherrann. Þetta er algerlega ófullnægjandi 1. umr. máls.

Ég spyr: Hvar er hv. þm. Birgir Ármannsson? Því tekur hann ekki þátt í þessari umræðu? Hvar er forusta utanríkismálanefndar? Hvar er hv. þm. Ásmundur Einar Daðason? Hvar er hv. þm. Vilhjálmur Bjarnason? Hvað finnst þeim um þessa vanreifuðu tillögu með þessa gölluðu greinargerð sem er uppfull af dylgjum? Hvað finnst hv. þm. Elínu Hirst um þetta mál? Og hvað segir hv. þm. Silja Dögg Gunnarsdóttir um þetta mál?

Það er ekki hægt að ljúka 1. umr. málsins öðruvísi en stjórnarþingmenn láti svo lítið að taka þátt í umræðunni svo fullnægjandi sé.