144. löggjafarþing — 85. fundur,  25. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[20:03]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get lítið svarað og gert í því þó að hv. þingmaður telji þetta illa unnið. Ég get lítið gert í því. Það er hins vegar alveg klárt að það var tekið mark á ábendingum, vegna þess að hv. þingmaður sagði að ekki hefði verið tekið mark á þeim, við hlustuðum eftir þeim athugasemdum sem komu fram, að því er ég best veit. Ég veit að menn munu svo fara yfir málið og gagnrýna það í utanríkismálanefnd væntanlega.