144. löggjafarþing — 87. fundur,  13. apr. 2015.

verndun Torfajökulssvæðis og fleiri svæða.

[16:03]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Þetta er kannski snubbóttara svar en ég átti von á vegna þess að röksemdirnar sem hæstv. ráðherra tínir til í bréfi sínu frá 7. janúar síðastliðnum eru mjög afdráttarlausar og mjög afgerandi. Þær eru algerlega samhljóma þeim röksemdum sem við sem teljum okkur til náttúruverndarsinna höfum haldið fram gagnvart ósnortnum svæðum, bæði þarna að Fjallabaki, sem er það svæði sem hér um ræðir í umræddu bréfi, og þegar kemur að miðhálendinu og Þjórsárverum sem menn hafa gjarnan viljað halda vernduðu vegna þess að það hefur mikla, ekki bara mikla menningarminjalega þýðingu fyrir þjóðina, heldur líka mjög mikla peningalega hagsmuni þegar kemur að ferðaþjónustu o.s.frv.

Spurning mín til hæstv. ráðherra er þessi:

Eiga ekki sömu afdráttarlausu röksemdir við um önnur landsvæði?